Horn, trompet og klarinettleikur

15 Des 2016

Hingað komu tveir herramenn í morgun og spiluðu fyrir okkur jólalögin á horn, trompet og klarinett. Okkur þótti voða notalegt að hlusta á þá og sungum með þeim lögum sem við kunnum og svo kenndum við þeim líka uppáhaldslagið okkar (Er það brúða eða bíll). Það myndaðist skemmtileg jólastemmning á ganginum og þetta var kærkomin tilbreyting. Takk fyrir okkur Stefán og Kristján Stephensen.