Hulduhóll haustið 2017

08 Ágú 2017

Velkomin á Hulduhól!

Vikurnar eftir að við opnum aftur eftir sumarfrí einkennast af flutningum milli deilda og við kveðjum allan hópinn sem var hjá okkur í vetur.

Flest fara nú bara hinum megin við vegginn, á Tröllahelli, en önnur fara í nýja leikskóla. Hvort heldur sem er þökkum við fyrir skemmtilega samveru og gott samstarf í vetur.

Við bjóðum ykkur sem eruð að koma til okkar af Álfasteini eða annarsstaðar frá velkomin og við hlökkum til að kynnast nýjum barnahópi og fjölskyldum þeirra.

Á Hulduhóli í vetur eru það Íris (deildastjóri), Kristín, Zsófia og Anna sem halda utan um barnahópinn. Svo munu þær Carina, Aníta, Bertha og jafnvel Selma koma inn og leysa af eftir þörfum.