Jólalögin

21 Nóv 2016

Hóhóhó...ó já við byrjuðum að æfa jólalögin í síðustu viku :) og munum æfa okkur alveg þangað til jólin koma og eflaust munu þau óma eitthvað fram í janúar!

Við erum að syngja þessi klassísku jólalög og á gömlu heimasíðunni okkar, undir flipanum Daglegt starf er flipi sem heitir Söngbók og þar má finna marga texta við allskonar lög og þar á meðal jólalög og þið kannist nú örugglega við flest þeirra.

Við syngjum reyndar eitt lag sem enginn kunni fyrr en Soffía kenndi okkur það, en það er orðið vinsælasta jólalagið hér, það heitir "Fimm mínútur í jól" en við köllum það alltaf "Er það brúða eða bíll"

Hér er textinn:

Er það brúða eða bíll -

bók eða lest?

Þekkir einhver hér

þennan jólagest,

sem læðist um með sekk

- lætur oní skó -

meðan lítil börnin

sofa vært í ró.

Hvíldu höfuð hljótt.

Hlustaðu, það kemur senn jólanótt.

Úti er snjór - úti er kalt -

úti hljóma jólabjöllur yfir allt.


Er það brúða eða bíll -

bók eða lest?

Þekkir einhver hér

þennan jólagest,

sem læðist um með sekk

- lætur oní skó -

meðan lítil börnin

sofa vært í ró.

meðan lítil börnin

sofa vært í ró.

Og hér má heyra börn á leikskólanum Stekkjarási syngja það og gera hreyfingar með. Svo núna getið þið hlustað og æft ykkur og við munum örugglega taka þetta lag á næsta söngfundi.

Og eitt annað sem kemur kannski á óvart, það eru tvö erindi við lagið "Í skóginum stóð kofi einn" og hér er textinn við það:

Í skóginum stóð kofi einn,

sat við gluggann jólasveinn

þá kom lítið héraskinn

sem vildi komast inn.

Jólasveinn ég treysti á þig

veiðimaður skýtur mig

komdu litla héraskinn

því ég er vinur þinn.


Veiðimaður kofann fann

jólasveininn spurði hann

hefur þú séð héraskinn

hlaupa um hagann þinn.

Hér er ekkert héraskott

hafa skaltu þig á brott

veiðimaður burtu gekk

og engan héra fékk.

Svo nú er ekkert annað að gera en að fara að æfa sig, það er söngfundur á fimmtudaginn kemur (24.nóvember) kl. 15:30 og þá tökum við lagið :)