news

Vikudagskráin okkar

05 Des 2016

Sælt veri fólkið, eins og vanalega er nóg um að vera hjá okkur og þessi vika verður svona.

Í dag mánudaginn 5.des. er leikhús í tösku kl:14:00, þar sem ýmiskonar vættir og ævintýri jólanna birtast börnunum upp úr töskunni.

Þriðjudaginn 6.des ætlum við að skreyta piparkökurnar kl:10:00

Miðvikudaginn 7.des er óskráður svo að við munum sennilega föndra eins og engin sé morgundagurinn aðallega með GLIMMERI!

Fimmtudaginn 8.des er stóri dagurinn þar sem við ætlum að gera allt sem jólalegt er:

  • Milli 10:00-11:00 er jólaskemmtun barnanna þar sem við dönsum í kringum jólatréð, jólasveinninn kemur í heimsókn.
  • Kl:12:00 borðum við jólasteikina með öllu tilheyrandi
  • Eftir mat horfum við á jólamynd í hvíldinni.
  • Kl:15:00 er jólasöngfundur þar sem allir eru velkomnir að koma á og syngja með okkur því að eftir hann bjóða börnin foreldrum og öðrum aðstandendum í piparkökur og kakó.

Föstudaginn 9.des ætlum við að skella okkur í smá ferð í Grasagarðinn. Þar sem boðið verður upp á kakó og með því, skoða jólaljósinn og njóta aðventunar.


Kær kveðja Skessuskot