news

Ég er unik

01 Nóv 2019

Á starfsmannafundinum okkar í gær fengum við hana Aðalheiði Sigurðardóttur frá Ég er unik til að fræða okkur um einhverfu. Þetta var mjög fróðlegur, áhugaverður, gagnlegur og persónulegur fyrirlestur sem kenndi okkur að hugsa enn lengra út fyrir kassann, auka umburðarlyndi og skilning sem og að sjá enn frekar kostina við fjölbreytileikann.