Flutningur á nýju deildirnar :)

12 Jún 2018

Mánagarður er að stækka og í gær var stór stund þegar tvær elstu deildirnar, Skessuskot og Tröllahellir opnuðu.

Börnin fengu íslenska fánann og svo fórum við í skrúðgöngu frá "gamla" Mánagarði yfir í "nýja" Mánagarð og það vakti sko aldeilis mikla lukku.


Börnin voru ljómandi ánægð með nýju deildirnar sínar og mátti heyra upphrópanir eins og vá! ó mæ god! og sjáðu þetta! þegar þau komu yfir :)

Nú bíðum við spennt eftir að framkvæmdum ljúki svo Drekadyngja og Dísaskógur geti líka flutt yfir í nýju álmuna :)