Gleðilegt nýtt ár!

08 Jan 2019

Gleðilegt ár kæru Mánagarðsbörn og fjölskyldur!

Við viljum þakka ykkur fyrir þolinmæðina, umburðarlyndið og skilninginn við mjög svo framandi aðstæður á meðan á stækkun Mánagarðs stóð. Við erum öll mjög þakklát fyrir að því tímabili sé lokið og að skólinn okkar allra sé nú tilbúinn og orðinn mjög svo fallegur og skemmtilegur.

Við hefjum nýja árið full tilhlökkunar og hlökkum til að kynnast betur nýju húsnæði, nýju starfsfólki, nýjum börnum og fjölskyldum þeirra.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Mánagarðs