news

HighScope foreldrakynning

11 Feb 2020

MIðvikudaginn 19.febrúar kl. 19:30-21:30 ætlar Íris Dögg Jóhannesdóttir HighScope kennari og aðstoðarleikskólastjóri Mánagarðs að fjalla um mikilvægustu þætti HighScope stefnunnar og svara meðal annars eftirfarandi spurningum:
Hvað er HighScope? Af hverju starfa leikskólar FS eftir HighScope? Hvernig er orðræðan í HighScope? Hvernig eru þrepin 6 sem við notum til að leysa deilur og árekstra? Hvernig setjum við mörk? Hver er munurinn á hvatningu og hrósi og af hverju notar HighScope hvatningu?

Athugið að þetta er sama kynning og var í október 2019 en auðvitað eru allir velkomnir aftur :)