news

Hópastarf í HighScope

01 Nóv 2019

Á starfsdaginn var Íris Dögg HighScope kennari með fyrirlestur um hópastarfið í HighScope og samverustundir með tónlist og hreyfingu. Þar fór hún yfir mikilvægi hópastarfsins, hvaðan koma hugmyndirnar fyrir hópastarfið, hvað gera börnin í hópastarfi og hvert er hlutverk kennara. Þá lærðu kennarar að skipuleggja hópastarf og samverustundir með tónlist og hreyfingu.