news

Jólagleði Mánagarðs

20 Des 2019

Við áttum sannkallaðan jóladag fimmtudaginn 12.desember.

Við hittumst öll í morgunsöng og þegar við vorum að syngja jólalögin komu tveir jólasveinar á gluggann og óðu svo bara alla leiðina inn á gang!!

Þeir voru mjög líflegir og skemmtilegir og vildu endilega syngja með okkur og segja brandara og spjalla við börnin :)

Þeir skemmtu sér og okkur í dágóða stund og þegar þeir fóru sögðu þeir að það væru pakkar inni á deildum handa okkur.

Við fengum svo ljúffengan jólamat og sumir horfðu á jólamynd en aðrir fóru að leggja sig.

KL. 14:30 komu fjölskyldur yngir barnanna og sungu með okkur á ganginum og kl. 15:00 á eldri ganginum. Svo fóru allir inn á deildir og fengu sér ýmist ávexti eða piparkökur.


Takk fyrir komuna kæru jólasveinar og fjölskyldur <3