Kríuegg frá Raufarhöfn

29 Maí 2018

Í dag komu tveir bræður með kríuegg í krukku alla leið frá Raufarhöfn til Reykjavíkur því þeir vildu endilega koma með þau á Mánagarð og sýna okkur.

Það vakti mikla lukku og umræður t.d um að það sé nauðsynlegt að vera með prik til að kríurnar goggi ekki í hausinn á manni því samkvæmt afanum gogga þær bara í efsta punktinn :)

Það er alltaf ánægjulegt þegar börnin koma með áhugaverða hluti að heiman og deila með okkur hinum, við tökum því ávallt fagnandi!