Mánagarðsleikar og sumarhátíð

23 Jún 2017

Við héldum hina árlegu Mánagarðsleika fimmtudaginn 15. júní en þann dag var einmitt líka sumarhátíðin okkar.

Dagurinn byrjaði með látum þegar við fengum hoppukastala í garðinn!

Álfasteinn fékk að fara fyrst út að hoppa áður en stóru krakkarnir komu út að hoppa!


Þegar allir voru komnir út kom svo Sproti í heimsókn. Sumir voru smeykari en aðrir en Sproti tók nokkur dansspor, leyfði börnunum að faðma sig og spyrja ótal spurninga, eins og t.d. af hverju hann væri með trefil, hvort hann kynni að bursta tennurnar, hvort hann kynni ekki að tala og af hverju hann væri með bláa fætur!

Sproti kom færandi hendi og skildi eftir sólgleraugu handa öllum í hólfunum! Takk fyrir okkur Sproti!


Þegar Sproti var farinn hófust Mánagarðgsleikarnir en þá setjum við upp stöðvar um allan garð og skiptum börnum og kennurum í hópa og Soffía leikskólastjóri er tímavörður!

Hóparnir fara svo á milli stöðvanna og skemmta sér.

Stöðvarnar voru:

Hoppukastalinn, þar sem var heldur betur hoppað og skoppað!


Þrautabrautin sem við máluðum í brekkuna var ein stöð. Þar þurfti að hlaupa, hoppa, ganga, fylgja línum og sikksakka!


Við skelltum okkur í langstökk í sandkassanum!


Fallhlífin er alltaf skemmtileg stöð. Söngur, leikur og samvinna!


Hólkaskrið var ný stöð og þar voru börnin að skríða í gegnum stóra og þunga hólka. Sumir skriðu á maganum, aðrir með fæturna á undan, sumir vildu láta halda hólknum svo hann myndi ekki rúlla! Samvinna, lausnaleit og gleði.

og svo var hlaup á einni stöðinni!

Eftir Mánagarðsleikana fengum við pylsur í matinn og biðum spennt eftir að klukkan yrði 14 því þá komu fjölskyldur barnanna á sumarhátíðina.

Við byrjuðum sumarhátíðina með brekkusöng sem Elísa og Soffía stjórnuðu með snilldarbrag og við létum ekki smá rigningardropa á okkur fá heldur tjölduðum bara yfir þær :)

Að brekkusöngnum loknum fengum við okkur kaffi/djús og kex og svo kom Leikhópurinn Lotta og skemmti okkur með sýningunni af Ljóta andarunganum.

Það skemmtu sér allir konunglega og við vorum ekkert að láta smá rigningu á okkur fá!

Takk fyrir komuna kæru foreldrar og aðrir gestir!