Maxímús á Mánagarði

17 Apr 2018

Föstudaginn 13.apríl kom Maxímús Músíkús í heimsókn til okkar á Mánagarð í boði foreldrafélagsins. Það er alltaf mjög gaman að fá Maxa í heimsókn og börnin tóku virkan þátt í sýningunni með því að giska á hvað væri í svörtu kössunum, stjórna sinfóníuhljómsveit og kalla hástöfum á Maxímús að koma fram. Maxi fór að leita að poka og í honum hafði hann falið bókamerki sem öll börnin fengu að gjöf auk þess að fá að heilsa Maxa með því að hrisa skottið hans :)

Takk fyrir komuna Maxímús og takk fyrir okkur kæru foreldrar.