Morgunsöngur

31 Ágú 2017

Hinn sívinsæli morgunsöngur byrjar aftur eftir sumarfrí föstudaginn 1.september, kl. 9:00.

Hver deild hefur söngmöppuna í viku og börnin á þeirri deild velja lögin fyrir morgunsönginn og hvert barn kemur með það lag sem það valdi fram á gang. Soffía leikskólastjóri kallar börnin svo upp og þau afhenda henni lögin sem við svo syngjum öll saman. Þannig gengur það svo koll af kolli milli deilda.

Morgunmaturinn verður því frá 8:10-8:50 frá og með 1.september