news

Myndataka

24 Feb 2020

Myndatakan gekk nú betur en við þorðum að vona enda vanur maður á ferð. Það þurfti nú samt nokkur skemmtiatriði, leikskólastjórar að syngja og dansa Babyshark-lagið, bolta að detta eða skoppa og smá læti til að kæta lýðinn en það má alveg búast við nokkrum brúnaþungum barnamyndum. Sum vildu bara alls ekki láta mynda sig og þar við sat, enginn píndur til þess á meðan önnur brostu, hlógu, frussuðu og jafnvel ulluðu :) en allt hafðist þetta á endanum og við bíðum spennt eftir útkomunni :)