Play Iceland

19 Okt 2018

Mánagarður hefur sl. 3 ár verið hluti af Play Iceland og líkt og síðastliðin ár tókum við á móti tveimur hópum núna í október. Þetta er allt saman leikskólafólk; eigendur leikskóla, leikskólakennarar, kokkar, listafólk, stjórnendur og fólk með brennandi áhuga á bættum hag barna. Þetta fólk kemur saman og deilir hugmyndum, skoðunum og áhuga á starfi sínum með börnum. Í ár fengum við gesti frá Bretlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Við sögðum þeim frá okkar leikskólastarfi og þau sögðu okkur frá sínu starfi, við röltum um skólann og þau vildu mjög gjarnan fara í útiveruna. Annar hópurinn var svo lukkulegur að fá að fylgja nokkrum börnum af Skessuskoti í fjöruna og þeim fannst mjög áhugavert að sjá hvað Mánagarður hefur fjölbreytta og skemmtilega náttúru í nágrenninu. Þau fóru yfir holtið, yfir tún, yfir götu og enduðu í fjörunni.

Takk fyrir skemmtilega gönguferð í fjöruna!