Útskrift elstu barnanna á Mánagarði

28 Maí 2018

Við útskrifuðum þessa skemmtilegu og gefandi einstaklinga í síðustu viku. Útskriftin var haldin í Höskuldarbúð þar sem börnin tóku við kveðjubókunum sínum og blómi úr höndum kennara sinna. Að því loknu buðu börnin upp á veitingar sem þau höfðu valið að koma með á sameiginlegt hlaðborð. Takk fyrir stórskemmtilegan dag!

Það hafa verið forréttindi að kynnast ykkur, kæru börn og foreldrar, og um leið og við óskum ykkur velfarnaðar í því sem þið takið ykkur fyrir hendur í framtíðinni, þökkum við fyrir samveruna og minnum ykkur á að þið eruð ávallt velkomin í heimsókn á Mánagarð <3