Velkomin

03 Ágú 2017

Við erum komin aftur eftir sumarfrí og tökum fagnandi á móti gömlum og nýjum Mánagarðsbörnum og fjölskyldum þeirra :) Fyrstu vikurnar einkennast af aðlögun og flutningum á milli deilda og við erum svo lánsöm hér á Mánagarði að hér er sami starfsmannahópur og hefur verið og því engar mannabreytingar fyrir haustið.

Við förum því full tilhlökkunar af stað eftir gott frí :)