Yngri deildirnar flytja

26 Jún 2018

Í gær fluttu tvær yngri deildirnar í nýju álmuna og ekki nóg með það, þær fengu líka ný heiti!

Börnin sem voru á Hulduhóli fluttu yfir á nýju deildina sem heitir Drekadyngja og börnin sem voru á Álfasteini fluttu á nýju deildina sína sem heitir Dísaskógur.

Börnin fengu að sjálfsögðu íslenska fánann og við fórum í skrúðgöngu yfir á nýju deildirnar sem þeim fannst afskaplega spennandi og skemmtilegt.