Hvar sækir maður um á leikskóla stúdenta?

Á heimasíðum leikskólanna. Vakin er athygli á því að umsóknir berast til leikskólastjóra en engin staðfesting berst foreldrum um að umsókn hafi borist.

Hvað líður langur tími frá því að maður sækir um og þar til að maður fær svör?

Haft er samband um leið og pláss losnar.

Einnig er sjálfsagt að hafa samband við viðkomandi leikskólastjóra til að fá upplýsingar um stöðu á biðlista.

Eftir hverju er farið á biðlista?

Kennitölu nemanda.

Er hægt að sækja um forgang?

Ef sérstakar aðstæður liggja fyrir er hægt að sækja um forgang að leikskólunum. Umsókn um forgang fer fram á eftirfarandi hátt:

  1. Umsókn skal skilað til leikskólafulltrúa. Með umsókn skulu fylgja gögn sem styðja forgang þ.e. læknisvottorð, vottorð frá félagsráðgjafa og/eða greiningarstöð.
  2. Leikskólafulltrúi mælir með forgangi við úrskurðarnefnd sem skoðar hvert tilvik fyrir sig.
  3. Leikskólafulltrúi tilkynnir foreldrum ákvörðun nefndarinnar og er niðurstaða nefndarinnar endanleg.

Ekki er hægt að sækja um forgang þó viðkomandi sé einstæð/ur.

Hvað kostar mánuðurinn?

Best er að hafa samband við leikskólastjóra varðandi upplýsingar um gjald á ungbarnaskólunum.

Kostnaður er mismunandi eftir sveitarfélögum, hvort báðir foreldrar eru í námi, einstæðir eða annað foreldri í námi.

Á Mánagarði er sama gjaldskrá og hjá leikskólum í Reykjavík.

Er systkinaafsláttur ef ég á barn í öðrum leikskóla?

Til að fá sysktinaafslátt þarf að láta leikskólastjóra vita þegar systkini hefur dvöl á leikskóla.

Systkinaafsláttur er mismunandi eftir sveitarfélögum og best er að hafa samband við viðkomandi sveitarfélag og/eða leikskólastjóra til að fá nánari upplýsingar.

Hvað þarf ég að vera í mörgum einingum?

Forsendur fyrir leikskólavist á ungbarnaskólunum eru að foreldrar skili eðlilegri námsframvindu.

Námsframvinda telst vera eðlileg ef foreldri lýkur a.m.k. 40 einingum á ári, eða 2/3 hlutum þess náms sem viðkomandi deild eða skor telur vera eins árs nám. Þar af þarf að ljúka a.m.k. 18 einingum á haustönn.

Þó eru undantekningar á þessu, t.d. ritgerðaskrif, doktorsnám o.fl. Best er að vera í sambandi við leikskólastjóra ef ekki er hægt að uppfylla þessi skilyrði.

Hvað þarf ég að vera í mörgum einingum til að fá námsmannaafslátt?

Afslátt af námsgjaldi fá hjón og sambúðarfólk sem bæði uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • Eru í háskólanámi og skráðir í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Taka þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða.
  • Eru í framhaldsskóla og skráðir í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn.
  • Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.
  • Nám sem tekið er gilt er það sama og nám sem lánshæft er hjá LÍN.

Get ég verið hálfan daginn?

Eingöngu er boðið upp á 8 tíma vistun (8 - 16) á ungbarnaskólunum og yngri deildum Mánagarðs en hægt er að velja 8, 8,5 eða 9 tíma vistun á eldri deildum Mánagarðs, opið frá 7:30-16:30.

Geta aðrir en HÍ nemendur sótt um?

Allir geta sótt um á Mánagarði en skilyrði fyrir plássi á Leikgarði og Sólgarði er að annað foreldrið sé nemandi við HÍ.

Hvenær opnar/lokar skólinn?

Ungbarnaskólarnir Leikgarður og Sólgarður eru opnir frá 8-16.

Mánagarður er opinn frá 7:30-16:30 á eldri deildunum en yngri deildirnar eru opnar frá 8-16.

Hvað eru mörg börn á starfsmann?

Á ungbarnaskólunum eru fjögur börn á hvern starfsmann. Þetta er mismunandi eftir aldri barnanna og er því misjafnt á Mánagarði, allt frá fjórum upp í átta börn á starfsmann

Hvað er HighScope?

Ja, þegar stórt er spurt.

HighScope er bandarísk hágæðastefna sem byggir á langtímarannsóknum.

Í stuttu máli sagt er það virkt nám sem er hjarta HighScope stefnunnar. Börnin eru virkir þátttakendur í eigin námi og hafa tækifæri til að koma hugsunum sínum í orð og framkvæmd. Þau hafa tíma og næði til að kanna efniviðinn með öllum skynfærum sínum og fá til þess stuðning og hvatningu kennara.

Hér má finna frekari fróðleik um stefnuna:

http://highscope.org

http://managardur.leikskolinn.is/HighScope

Hvað eru margir starfsdagar á ári?

Sex, þar af eru tveir með fastar dagsetningar; 2. janúar og miðvikudagurinn fyrir páska.

Þarf að greiða fyrir aðlögunartímann?

Já, upphafsdagur leikskólavistar er fyrsti dagur í aðlögun og því er aðlögun hluti af dvalargjaldi.

Hvað á ég að fylla út ef ég er einstæð/ur?

Ef lögheimili er í Reykjavík þá þarf að fylla út eyðublað hjá leikskólastjóra. Ef um önnur sveitarfélög er að ræða er best að ræða við leikskólastjóra.

Hvernig segi ég upp?

Uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar. Eyðublöðin má fá hjá leikskólastjóra.

Þarf að skila læknisvottorði ef barnið mitt er með fæðuóþol/ofnæmi?

Get ég fengið afslátt af gjöldum ef barnið mitt hefur ekki nýtt plássið vegna veikinda?

Geti barn ekki sótt leikskóla vegna veikinda í fjórar vikur samfellt eða lengur geta foreldrar sótt um allt að 50% afslátt af leikskólagjöldum. Afsláttur er veittur fyrir þann tíma er veikindi vara gegn framvísun læknisvottorðs sem staðfestir að barnið hafi ekki getað sótt leikskóla.

Hvar sé ég matseðilinn?

Undir flipanum "Daglegt starf" hér