Á Íslandi er allra veðra von og því mikilvægt að vera við öllu búin/n.

Við á Mánagarði erum miklar útiverur og förum út daglega, stundum tvisvar á dag og því er mikilvægt að börnin séu vel búin til að geta tekið þátt í útiverunni því hún er hluti af okkar daglega starfi.


Á sumrin þurfa börnin að vera með eftirfarandi:

Létta peysu

Léttan jakka

Buff/sólhatt

Sólarvörn - það er gott að bera á börnin áður en þau koma í leikskólann

Létta skó

Stígvél

Pollagalla

Á veturna þurfa börnin að vera með eftirfarandi:

Hlýja peysu

Flísbuxur/ullarbuxur

Húfu

2-3 pör af vettlingum - þeir blotna mest og því þörf á að vera með nokkra til skiptanna

Hlýja sokka/ullarsokka

Kuldagalla eða buxur og úlpu

Pollagalla

Kuldaskó

Stígvél


Aukaföt

Það er mikilvægt að gæta þess að það séu alltaf aukaföt til staðar. Leikskólinn er ekki með aukaföt fyrir börnin og svo vilja sum börn bara alls ekki fara í "lánsföt".

Ef þið farið heim með blaut/skítug aukaföt þarf að koma með annað sett næsta dag.

Það er gott að hafa 2-3 sett af aukafötum í hólfum barnanna

2 samfellur/nærföt

2 sokkabuxur/gammósíur/leggings

2 -3 pör af sokkum

2 buxur

2-3 langermabolir/peysur

Það er líka mjög mikilvægt að merkja vel allan fatnað barnanna!

Hægt er að merkja fatnaðinn með:

Fatatússi

Heftiplástur virkar líka vel

Fatamiðar sem er ýmist hægt að smella, sauma eða strauja í fötin eins og t.d. hjá Rögn