Á Mánagarði er hvíld á öllum deildum eftir hádegismatinn en hún er með misjöfnum hætti á milli deilda.

Yngstu börnin sofa á meðan elstu börnin á leikskólanum liggja/sitja og hlusta á sögur/tónlist eða lesa bækur.

Hvíldin er strax eftir hádegismatinn og er það breytilegt eftir deildum hvað hún varir lengi. Á eldri deildunum er hún búin um kl 13 en á yngri deildunum fer það eftir hvað börnin mega sofa lengi.


Þar sem þetta er róleg stund biðjum við foreldra/forráðamenn vinsamlegast um að láta vita ef sækja á barn á meðan á hvíldartíma stendur.

Þá er ekki æskilegt að koma með barn í leikskólann á meðan á hvíldinni stendur því það er erfitt fyrir kennara að taka á móti börnum á þeim tíma auk þess sem það raskar ró þeirra sem þegar eru komin í ró og hvíld.

Við biðjum forráðamenn að taka tilliti til þess og helst ekki koma með börnin í leikskólann á bilinu 10:30 og 13:00