news

Aðlögun/Að koma aftur í leikskólann eftir frí

01 Ágú 2022

Það getur stundum verið erfitt fyrir börnin að koma í leikskólann, sum eiga nánast alltaf erfitt með að koma, sum ganga í gegnum tímabil þar sem þau vilja ekki koma í leikskólann og reyna að gera það sem þau geta til að vera lengur hjá mömmu eða pabba, sum eiga bara dag og dag á meðan önnur koma bara alltaf brosandi og kát í leikskólann.

Það er mikilvægt fyrir alla aðila að gera sér grein fyrir af hverju barnið á erfitt með að koma og hvort það er barnið eða foreldrið sem á erfitt með að kveðja.

Hér eru nokkur ráð sem við gefum foreldrum í þessum aðstæðum.