news

Leikskólalóðin

22 Jún 2021

Í byrjun júní var hafist handa við að grafa upp leikskólalóðina okkar hér á Mánagarði því það er verið að endurgera hana alla!

Nú hafa öll gömlu leiktækin okkar verið fjarlægð, jarðvegurinn grafinn upp og hér eru gröfur og vörubílar og allskonar tryllitæki sem vekja mikla lukku hjá börnunum okkar og þau fylgjast með framkvæmdunum af miklum áhuga og hlakka til að fá ný og spennandi leiktæki.

Verkið verður unnið í einum áfanga og áætla verktakar að verklok verði í september.