news

Leikskólalóðin tilbúin!

19 Okt 2021

Nú er öll leikskólalóðin okkar tilbúin!

Hún hefur heldur betur tekið breytingum þar sem um algjörar endurbætur var að ræða.

Þann 7.september opnaði garðurinn fyrir yngri börnin og núna, 19.október er garðurinn fyrir eldri börnin alveg tilbúinn.

Þar má finna kofa, skip, vegasalt, rólur, jafnvægisslá, klifurgrind, rennibraut, sandkassa á tveimur hæðum og klifurvegg. Undirlagið er að mestu gervigras, gúmmímottur og hellur.

Lóðin er ansi litrik og ýtir undir fjölbreyttan leik, það er nóg pláss fyrir grófhreyfingar, þykjustuleik, samleik og einleik, stéttin býður upp á allskonar leiki og fjör.

Þetta var krefjandi verkefni á meðan á því stóð en vel þess virði þegar allt er tilbúið :)