news

Morgunsöngur aftur á dagskrá

26 maí 2021

Loksins megum við koma öll saman aftur og þá byrjum við daginn á morgunsöng. Við hittumst öll á ganginum kl. 9:10 og sygjum saman 5 lög og syngjum svo hverja deild inn á sína deild.

Söngmappann okkar gengur á milli deilda og börnin velja lög og koma með þau fram og færa Soffíu leikskólastjóra sem stjórnar morgunsöngnum með gítarspili.

Okkur finnst þetta mjög góð og skemmtileg leið til að byrja daginn!