news

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

21 Okt 2022

Hér má finna yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna sem er unnið af Ágústi Ó. Gústafssyni heimilislækni í samráði við Þórólf Guðnason barnalækni.

Við notum þetta sem viðmið um meðgöngutíma (tími frá smiti þar til einkenni koma fram), smithættutímabil og hvenær barnið má mæta í leikskólann eftir veikindi.

Það er réttur barns að vera heima þegar það er veikt og hafa skal í huga að veikt barn getur smitað önnur börn og starfsfólk.

Þá getur barn líka verið veikt þrátt fyrir að vera hitalaust svo hiti segir ekki alltaf til um veikindin.