news

Yngri garðurinn opnar

07 Sep 2021

Það var mikill gleðidagur í gær þegar garðurinn fyrir yngri börnin opnaði eftir breytingar. Nú höfum við fengið þar brunabíl, kastala, rólur og sandkassa, litríkt gervigras og gúmmímottur.

Það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með framkvæmdunum og nú loksins getum við farið að leika í nýju leiktækjunum!

Það er enn smá bið eftir að garðurinn fyrir eldri börnin verði tilbúinn en við fylgjumst vel með og bíðum spennt eftir að komast að leika í nýju leiktækjunum þar.