HighScope hugvekjur eru stuttar greinar um hvernig HighScope aðferðin er notuð til að taka á algengum aðstæðum/vandamálum í daglegu lífi barna, kennara og foreldra.

Hugvekjurnar eru hugsaðar sem fróðleikur fyrir alla sem koma að uppeldi ungra barna.

__________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Hugvekjan "Barnið þitt var bitið" hefur farið um víðan völl og hlotið góðar viðtökur hvar sem það hefur komið og margir leikskólar farnir að nýta sér það. Þar má finna algengar spurningar um bit; af hverju börn bíta, hvað er til ráða, hvernig bregðumst við við og fleira.

Hér er HighScope hugvekjan-Barnið þitt var bitið

__________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Fullorðnir segja börnum frá unga aldri oft að skiptast á en að skiptast á er flókið þegar maður er ungur og jafnvel þó allir fallist á að skiptast á þá á eftir að taka fleiri ákvarðanir. Það á eftir að ákveða hver á að byrja? Hver ræður því? Hvað á sá sem byrjar að vera lengi með hlutinn? Hver ræður því? Hver segir hvenær á að skipta? Hver fylgist með því? Eru allir sáttir við lausnina?

Þetta er ekki eins auðvelt og fullorðna fólkið heldur!

HighScope-hugvekja að skipast á og leika saman.pdf


__________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Orðin; viltu, eigum við, ætlar þú, ættum við... eru vandmeðfarin því þau þarf að nota á ákveðinn hátt eftir því hvaða valkostir eru í boði og hvort þeir eru raunverulegir eða ekki því annars geta þeir valdið ágreiningi sem auðvelt hefði verið að komast hjá með því að taka skýrt fram það sem ÞARF að gerast eða ER AÐ FARA að gerast. Fullorðnir nota þetta ómeðvitað og oft án þess að hugsa um hvað þeir eru að segja.

Hér er HighScope-hugvekjan Viltu Eigum Æltar Ættum við?

__________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Það reynist fullorðnum stundum erfitt að hafa stjórn á skapi sínu og tilfinningum. Hvað gerist þá þegar börn gera eitthvað sem okkur mislíkar og fær okkur til að vilja öskra á þau? Hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Hér er HighScope-hugvekjan Þegar við erum við það að missa okkur

__________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Þegar maður segir "fyrirgefðu" er það af því manni þykir eitthvað leitt og er miður sín yfir einhverju sem maður vill laga.
Eigum við að láta börn segja fyrirgefðu ef þau skilja ekki hvað er vandamálið?
Ef við segjum þeim að segja fyrirgefðu og þau eru ekki leið yfir því sem þau gerðu eða skilja ekki vandamálið, og segja bara fyrirgefðu til að losna, erum við þá að láta börnin ljúga?
Hvaða lausn er í því og hvað læra þau af því? Er það lausnin og kennum við þeim kurteisi með því að láta þau segja fyrirgefðu?

Hér er HighScope-hugvekjan Segðu fyrirgefðu

_________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Af hverju lætur þú svona? Af hverju gerir þú þetta? eru spurningar sem fullorðnir spyrja oft í ásökunar-eða uppgjafartóni!

Geta ung börn útskýrt af hverju þau gráta í búðinni eftir langan leikskóladag? Geta ung börn útskýrt af hverju þau henda sér í gólfið þegar þau fá ekki það sem þau vilja?

Hvaða geta fullorðnir sagt í staðinn fyrir "af hverju lætur þú svona?"

Hér er HighScope hugvekjan Af hverju...

_________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Það getur því stundum verið erfitt fyrir börnin að koma í leikskólann, sum eiga nánast alltaf erfitt með að koma, sum ganga í gegnum tímabil þar sem þau vilja ekki koma í leikskólann og reyna að gera það sem þau geta til að vera lengur hjá mömmu eða pabba, sum eiga bara dag og dag á meðan önnur koma bara alltaf brosandi og kát í leikskólann.

Það er mikilvægt fyrir alla aðila að gera sér grein fyrir af hverju barnið á erfitt með að koma og hvort það er barnið eða foreldrið sem á erfitt með að kveðja.

Hér er Að koma með barnið í leikskólann og kveðja.pdf

_____________________________________________________________________________________________________________________________________________