Á hverju ári gerir þróunarstjóri HighScope, Íris Dögg Jóhannesdóttir, innra mat á öllum deildum leikskólans. Matið kallast PQA sem stendur fyrir Preschool Program Quality Assessment og er kvarðinn notaður til að meta námsumhverfið, dagskipulagið, samskipti kennara og barna og mat á námskrá og skipulagi.

Niðurstöðurnar eru nýttar til að bera kennsl á styrkleika og hvaða þjálfun þarf til að ná 4.5 í öllum þáttum matslistans.