Á Íslandi er allra veðra von og því mikilvægt að vera við öllu búin/n.

Við á Mánagarði erum miklar útiverur og förum út daglega, stundum tvisvar á dag og því er mikilvægt að börnin séu vel búin til að geta tekið þátt í útiverunni því hún er hluti af okkar daglega starfi.

Á veturna þurfa börnin að vera með eftirfarandi:

Hlýja peysu

Flísbuxur/ullarbuxur

Húfu

2-3 pör af vettlingum - Vettlingar blotna alltaf mjög fljótt og því nauðsynlegt að vera með nokkur pör í töskunni.

Hlýja sokka/ullarsokka

Kuldagalla eða buxur og úlpu

Pollagalla

Kuldaskó

Stígvél

Á sumrin þurfa börnin að vera með eftirfarandi:

Létta peysu

Léttan jakka

Buff/sólhatt

Sólarvörn - það er gott að bera á börnin áður en þau koma í leikskólann

Létta skó

Stígvél

Pollagalla


Aukaföt

Elstu börnin eru með aukaföt í töskunni og mikilvægt að gæta þess að það séu alltaf aukaföt til staðar.

Yngstu börnin eru með aukaföt í körfum inni á deildum og þar þarf að vera:

2 samfellur/nærföt

2 sokkabuxur/gammósíur

2 -3 pör af sokkum

2 buxur

2-3 langermabolir/peysur


Það er líka mjög mikilvægt að merkja vel allan fatnað barnanna!

Hægt er að merkja fatnaðinn með:

Fatatússi

Heftiplástur virkar líka vel

Fatamiðar sem er ýmist hægt að smella, sauma eða strauja í fötin eins og t.d. hjá Rögn