Hulduhóll

Á Hulduhóli eru 16 stórskemmtileg börn og fjórir frábærir kennarar sem heita Anna, Íris, Kristín og Zsófia.

Á Hulduhóli eru oftast tveir árgangar saman, við skiptum okkur í 3 hópa (5-5-6) og er hver kennari með sinn hóp í hópastarfi og matartímum. Annars er bara einn fyrir alla og allir fyrir einn.

Við leggjum áherslu á að börnin hafi nægilegt rými og fái tíma til að koma skoðunum sínum, hugmyndum, löngunum og óskum á framfæri. Deildinni er skipt niður í ólík svæði og efniviðurinn er aðgengilegur fyrir börnin. Við hvertjum börnin til að sýna frumkvæði og sjálfstæði, þau taka virkan þátt í starfinu og við bregðumst við áhuga þeirra og látum hann leiða okkar starf áfram.